Breskir bankar hækka verulega í verði

Merki Northern Rock
Merki Northern Rock Reuters

Hlutabréf í bresku bönkunum Northern Rock og Alliance and Leicester hækkuðu verulega í verði í morgun við opnun Kauphallarinnar í Lundúnum. Nam hækkun Northern Rock 8,84% en bankinn hefur verið mikið í kastljósinu undanfarna daga eftir að bankinn viðurkenndi í síðustu viku að eiga við lausafjárskort að stríða. Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún myndi tryggja allar innistæður viðskiptavina bankans.

Bankinn Alliance and Leicester hefur hækkað um 24,25% það sem af er degi.

Þrátt fyrir hækkun bankanna tveggja hefur FTSE hlutabréfavísitalan lækkað um 0,2% það sem af er degi. Í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,19% og CAC vísitalan í París hefur lækkað um 0,29%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK