Íslendingar enn að kaupa fyrirtæki í Danmörku

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Stórverslanir, dagblöð, hótel, flugfélög og nú kvikmyndaframleiðsla. Á hverjum degi berast fregnir af kaupum Íslendinga á dönskum fyrirtækjum og nú er það European Film Group (EFG) sem er keypt. Þetta kemur fram á vefnum Copenhagen Capacity en þar er greint frá kaupum 365 á EFG.

Þar kemur fram að þrátt fyrir nafnið, European Film Group, þá sé fyrirtækið einungis með starfsemi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Var EFG selt á 20 milljónir danskra króna til 365 og Baugs Group. Verður það sameinað Saga Film á Íslandi og 2AM í Bretlandi. Samanlögð velta samstæðunnar á ári er áætluð 350 milljónir danskra króna en félögin verða rekin undir merkjum European Film Group.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK