Atorka kaupir í kínversku félagi

Atorka Group hefur eignast um 20% hlut í kínverska félaginu Shanghai Century Acquistion Corp (SHA) sem skráð er á AMEX-hlutabréfamarkaðnum í New York. Heildarverð kaupanna er um tveir milljarðar króna og samkvæmt tilkynningu til kauphallar hafa kaupin átt sér stað á undanförnum vikum.

SHA er félag sem er stofnað sérstaklega í þeim tilgangi að sameinast öðru félagi og hefur það samið um kaup á kínverska lyfjafyrirtækinu Sichuan Kelun Pharmceutical, eða Kelun, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Kína.

Kelun mun vera leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og dreifingu á vökva í æð í Kína. Fyrirtækið rekur 13 verksmiðjur í Kína, starfrækir þar 53 söluskrifstofur og er með um 6.800 starfsmenn. Kelun framleiðir um 90 tegundir af vökvum og er heildarframleiðslugeta félagsins um 1,4 milljarðar skammta á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK