Evrópskir fjármálaráðherrar ræða um bandarísk efnahagsmál

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins munu á morgun setjast á tveggja daga fund þar sem umræðuefnið verður þau áhrif, sem veikur Bandaríkjadalur, gríðarlegur viðskiptahalli þar í landi og minnkandi umsvif í hagkerfinu hafa á Evrópusambandið og önnur hagkerfi heimsins.

Gengi evru hefur hækkað umtalsvert að undanförnu gagnvart dal og fór yfir 1,40 í síðustu viku. Sérfræðingar sögðu þá að sársaukaþröskuldinum hefði verið náð og greinilegt sé að þessi þróun hafi áhrif á útflutning frá ESB-ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka