Skráning í evrum gæti hafist í nóvember

Allt útlit er fyrir að skráning hlutabréfa í evrum geti hafist í nóvember næstkomandi, en vinna við endurskoðun á skráningarferlum er að ljúka hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Sú vinna hófst fyrir rúmum mánuði í kjölfar athugasemda Seðlabankans við fyrirhugaða skráningu á hlutafé Straums-Burðaráss í evrum.

Athugasemdir Seðlabankans sneru m.a. að fyrirkomulagi greiðsluuppgjörs á hlutabréfaviðskiptum, sem alla jafna er á könnu Seðlabankans.

Ekki verður að svo stöddu hægt að skrá hlutabréf í annarri erlendri mynt en evrum, en það er m.a. vegna þess að ganga þarf frá greiðsluuppgjörsfyrirkomulagi fyrir viðkomandi myntir.

Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins er fjallað um áhrif þess að íslensk fyrirtæki taki að gera upp í erlendri mynt, og er í skýrslunni sérstaklega fjallað um áhrif þess á gengi krónunnar tækju viðskiptabankarnir þrír upp uppgjör í annarri mynt en krónunni. Segir þar að myndast gæti tímabundinn þrýstingur til lækkunar á genginu, að minnsta kosti meðan á umbreytingarferlinu stæði. Hins vegar væri erfitt að meta hversu mikil áhrifin yrðu á krónuna og hve langvarandi þau yrðu.

Stærstu fyrirtækin í evrum innan 2 ára

Í afkomuspá Kaupþings, sem kom út fyrr í vikunni, segir að líklegt sé að fyrirtæki, sem samanlagt nemi 94% af markaðsvirði á aðallista, muni gera upp í erlendri mynt á næstu tveimur árum.
Í hnotskurn
» Umræðan hefur snúist um tvennt; uppgjör fyrirtækja í erlendri mynt og skráningu hlutafjár í erlendri mynt.
» Nú þegar gerir nokkur fjöldi fyrirtækja í Kauphöll upp í evrum, pundum eða dollurum.
» Enn er ekkert íslenskt fyrirtæki með hlutafé í erlendri mynt, en útlit er fyrir að það breytist.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK