Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs & Co mælti í dag með því að fjárfestar seldu bréf sín í Citigroup Inc., stærsta banka Bandaríkjanna, og sagði að Citigroup kunni að þurfa að afskrifa allt að 15 milljarða dala á næstu tveimur ársfjórðungum vegna taps á húsnæðislánum.

Gengi bréfa Citigroup lækkaði um 5,4% á Wall Street í kjölfarið. Hlutabréf annarra fjármálastofnana hafa einnig lækkað í verði.

Citigroup tilkynnti í byrjun nóvember, að bankinn kynni að þurfa að afskrifa 8-11 milljarða dala á þessum ársfjórðungi vegna áhættulána á bandarískum húsnæðismarkaði. <p>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK