Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn

Breska ríkisútvarpið BBC er farið að birta auglýsingar á vef …
Breska ríkisútvarpið BBC er farið að birta auglýsingar á vef sínum. BBC

Allt útlit er fyrir, að netið sé að fara fram úr tímaritum sem auglýsingamiðill og verði þriðji stærsti auglýsingamiðillinn á heimsvísu árið 2010 á eftir sjónvarpi og dagblöðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, sem stofnunin ZenithOptimedia hefur gert.

Fjallað er um skýrsluna á vef breska blaðsins Guardian.

Þar er áætlað að velta netauglýsinga verði í kringum 61 milljarður dala virði árið 2010 samanborið við 60,5 milljarða dala veltu tímaritaauglýsinga.

Fyrir 2010 mun 11,5% af fjármagni því, sem er varið til auglýsinga í heiminum, verða notað í netauglýsingar.  Netið kemur á eftir sjónvarpsauglýsingum sem leiða hópinn með 37,5% og dagblöðum með 25,4% af áætlaðri 530 milljarða dala heildarupphæð. 

Samkvæmt skýrslu ZenithOptimedia verður vöxtur stafræns auglýsingamarkaðar mestur í Vestur-Evrópu og mun aukast úr 10 milljörðum punda í nærri 20 milljarða punda fyrir 2010. Annar vaxandi markaður er Kínamarkaður sem áætlað er að muni vaxa úr 1,3 milljarði punda í 3,7 milljarð punda fyrir 2010. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK