Eimskip áfrýjar

Eimskip hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um 310 milljóna króna stjórnvaldssekt á hendur félaginu fyrir brot gegn samkeppnislögum. Verður málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismál.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst árið 2002. Í tilkynningu frá Eimskip segir, að félagið telji meðferð
Samkeppniseftirlitsins hafa dregist úr hömlu. Þá sé málinu ranglega beint að félaginu enda hafi nýtt félag komið að sjórekstrarþætti félagsins og önnur félög  yfirtekið réttindi þess og skyldur. 

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins eru raktar breytingar, sem orðið hafa á skipulagi og eignarhaldi Eimskips frá því rannsókn málsins hófst en brotin, sem stofnunin fjallaði um, áttu sér stað í flutningastarfsemi Hf. Eimskipafélags Íslands aðallega á árunum 2001 og 2002.

Hf. Eimskipafélag Íslands stofnaði einkahlutafélagið Eimskip ehf. sem tók við flutningastarfsemi móðurfélags síns í ársbyrjun 2003. Á aðalfundi Hf. Eimskipafélags Íslands 19. mars 2004 var ákveðið að breyta heiti beggja félaganna. Var heiti móðurfélagsins, Hf. Eimskipafélags Íslands, breytt í Burðarás hf. og heiti dótturfélagsins, Eimskipa ehf., breytt í Eimskipafélag Íslands ehf.

Þann 24. júní 2005 urðu síðan eigendaskipti að Eimskipafélagi Íslands ehf. þegar Burðarás hf. seldi Avion Group hf. allt hlutafé sitt í félaginu. Í kjölfarið var Burðarási hf. á árinu 2005 skipt upp og félagið sameinað annars vegar Landsbanka Íslands og hins vegar Straumi fjárfestingarbanka, sem tóku við eignum og skuldum Burðaráss.

Þann 21. nóvember 2006 var heiti Avion Group hf. síðan breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands og þann 26. febrúar 2007 ákvað stjórn þess félags að það yrði sameinað dótturfélagi sínu, Eimskipafélagi Íslands ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK