Hægfara evruvæðing skaðleg

Ráðherrar á viðskiptaþingi í dag.
Ráðherrar á viðskiptaþingi í dag. Árvakur/Golli

Richard Portes, prófessor í hagfræði hjá LSE viðskiptaháskólanum í Lundúnum, sagði á viðskiptaþingi í dag, að hægfara evruvæðing íslenska hagkerfisins hefði ýmis vandamál í för með sér og stuðli að ójafnvægi. Þess vegna verði íslensk stjórnvöld að velja á milli evrunnar eða krónunnar eins fljótt og unnt er.

„Evruvæðing er hagkvæm og þarf ekki að takmarka pólitískt sjálfstæði Íslands. Vegna þeirra miklu áhrifa, sem gengið hefur á vöruverð og þess hve íslenska hagkerfið er opið þá myndu Íslendingar ekki fórna peningalegu sjálfstæði þótt þeir tækju upp evru," sagði Portes.

Hann sagði, að kostnaðurinn við að taka upp evru virðist minni en sá hagnaður sem af því leiddi. Viðskipti og fjárfestingar myndu aukast, kostnaður við gjaldeyrisyfirfærslur minnkaði, fjármagnsmarkaðurinn yrði mun stærri og skilvirkari og hætta á að spákaupmenn hefðu áhrif á gjaldmiðilinn yrði úr sögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK