Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands á Viðskiptaþingi í dag.
Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands á Viðskiptaþingi í dag. Árvakur/Golli

Núverandi rekstrarfyrirkomulag Íbúðalánasjóðs er mein í íslensku hagkerfi og skortir mikið á að almenn umræða um hann sé byggð á traustum grunni, segir Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands.

„Svo virðist sem stór hluti almennings telji sjóðinn mynda viðnám gegn háum vöxtum bankanna og verður ekki betur séð en að þetta sé ímynd sem Íbúðalánasjóður leggur mikið upp úr að viðhalda.

Á meðan Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti til að slá á verðbólgu heldur hið opinbera húsnæðisvöxtum lágum með niðurgreiðslu almennra húsnæðislána í gegnum Íbúðalánasjóð. Þetta jafngildir því að stíga á bremsu og bensíngjöf á sama tíma. Þessi vinnubrögð hins opinbera hafa án nokkurs vafa átt stóran þátt í að spilla fyrir virkni peningastefnunnar og leitt til óhóflegrar hækkunar stýrivaxta. Þetta skaðar sérstaklega þá sem síst skyldi, hópa samfélagsins sem ekki geta varið sig fyrir háum skammtímavöxtum," sagði Erlendur á Viðskiptaþingi í dag.

Segir hann að breyta þurfi hlutverki Íbúðalánasjóðs strax og það sé á ábyrgð stjórnvalda að upplýsa um neikvæðar afleiðingar af starfsemi hans.

Íbúðalánasjóður ógn við jafnvægi

„Í núverandi mynd er hann ógn við jafnvægi í hagkerfinu og fjármálastöðugleika í landinu. Ríkið á að hverfa frá samkeppnisrekstri í almennum húsnæðislánum og einbeita sér að virkum félagslegum úrræðum fyrir þá sem raunverulega þurfa aðstoð við að koma þaki yfir höfuðið," segir Erlendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK