Gengislækkun gæti gert vandann enn verri

„Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim vanda sem fjármálakerfið stendur frammi fyrir. En leiðin til að leysa þann vanda er ekki fólgin í því að víkja verðbólgumarkmiðum til hliðar. Það mundi hafa þveröfug áhrif og auka enn frekar á vandann til lengri tíma litið,“ segir Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands um ummæli þingmannanna Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu í gær.

„Hætt er við að slíkt muni grafa undan trausti á peningastefnunni, grafa undan trausti á krónunni, leiða til gengislækkunar og aukinnar verðbólgu. Bæði heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, annars vegar af verðtryggðum skuldum og hins vegar gengistryggðum. Þess vegna mundi umtalsverð gengislækkun hafa samdráttaráhrif og jafnvel gera vandann, til lengri tíma litið, enn verri.“

Arnór segir vandamál fjármálakerfisins fyrst og fremst varða fjármögnun þess erlendis.

„Engin vaxtalækkun Seðlabankans getur leyst þann vanda. Við getum ekki farið að fjármagna bankana í Seðlabankanum vegna starfsemi þeirra erlendis því vextir okkar eru svo víðs fjarri því sem er í öðrum löndum. Ef við ættum að færa þá í samkeppnisfært horf þá væri það einfaldlega ávísun á óðaverðbólgu.“

Hvað varðar þau ummæli Bjarna og Illuga að auka eigi við gjaldeyrisforða Seðlabankans, minnir Arnór á að ekki sé nema rúmt ár síðan gjaldeyrisforðinn var um það bil tvöfaldaður.

„Þegar hefur verið gert umtalsvert átak í þeim efnum. Það átak var gert á þeim tímum sem þetta var mjög hagstætt. Í ljósi þess hvernig skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur þróast, þá yrði þetta í dag mun dýrari aðgerð.“

Taka greininni vel | 6 og 13

Verðbólgan að aukast

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,38% milli mánaða, frá janúar fram í miðjan febrúar, og mælist 12 mánaða verðbólga í febrúar því 6,8%. Greiningardeildir bankanna telja að verðbólgan muni aukast enn frekar í næsta mánuði.

Áhrifa verðbólguaukningar gætir víða og sem dæmi má nefna að höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði, miðað við 1,38% hækkun, hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar. Sé 10 milljóna króna verðtryggt íbúðarlán tekið í dag til fjörutíu ára þarf alls að greiða fyrir það um 136 milljónir króna, miðað við 6,8% verðbólgu allan tímann og 6,4% vexti – sem bankarnir bjóða um þessar mundir.

Í hnotskurn
» Vandamál fjármálakerfisins varðar fyrst og fremst fjármögnun þess erlendis, og engin vaxtalækkun Seðlabankans leysir þann vanda.
» Viðskiptaráðherra telur ekki tilefni til að víkja frá peningamálastefnunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK