Litlar farþegaþotur „fjárhagslega úreltar“

AP

Samkvæmt rannsókn bandarísks flugrekstrarráðgjafafyrirtækis hefur hækkandi eldsneytisverð gert margar farþegaflugvélar „fjárhagslega úreltar“ þar sem rekstrarkostnaður við þær er einfaldlega of mikill. Á þetta helst við litlar þotur sem taka innan við 50 farþega og eru notaðar til að flytja farþega frá smærri stöðum til stórra flugvalla.

Í skýrslu fyrirtækisins, The Boyd Group í Evergreen í Colorado, segir að á næstu fimm til tíu árum verði yfir helmingur slíkra véla í Bandaríkjunum - rúmlega 900 flugvélar - tekinn úr rekstri. Í mörgum tilvikum muni engar koma í staðinn.

Fram til 2017 mun eftirspurn eftir hagkvæmari flugvélum aukast, segir Boyd Group. Reikna megi með að um 40% þeirra 14.000 flugvéla sem afhentar verði á næsta áratug verði vélar fyrir skemmri vegalengdir sem taka á bilinu 75-125 farþega. Þetta séu góðar fréttir fyrir brasilísku flugvélasmiðjurnar Embraer, sem séu eini framleiðandinn í heiminum sem leggi megináherslu á smíði slíkra véla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK