Olíuverð hækkar á ný

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Verð á hráolíu til afhendingar í maí hækkaði um 3,85 dali tunnan eða 3,8% á olíumarkaði í New York í dag eftir að bandarísk stjórnvöld greindu frá því að varabirgðir af bensíni höfðu dregist saman þriðju vikuna í röð. Viðskipti voru með hráolíu á 104,83 dali tunnan en Brent Norðursjávarolía hækkaði um 3,58 dali tunnan, í 103,75 dali, á olíumarkaði í Evrópu í dag.

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að varabirgðir af hráolíu hafi aukist um 7,3 milljónir tunna í síðustu viku sem er mun meiri aukning en talið var. Hins vegar drógust bensínbirgðir saman um 4,5 milljónir tunna sem er  tvöfalt meiri samdráttur en spár gerðu ráð fyrir.

Markaðurinn brást strax við þessum fréttum og hækkaði verð á bensíni og olíu strax, eftir að hafa haldist nokkuð stöðugut að undanförnu. Hafði þetta einnig áhrif á hlutabréfamarkað þar sem fjárfestar óttast frekari hækkanir og að neytendur dragi enn frekar saman neysluna af ótta við samdrátt í efnahagslífinu.

Evran hækkaði gagnvart Bandaríkjadal og er 1,5664 dalir í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í New York í kvöld. Breska pundið hækkaði einnig og er 1,9885 dalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK