Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi

Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í gær, skrifar hagfræðingur bankans grein þar sem hann leitast við að endurmeta erlenda skuldastöðu þjóðarinnar með því að reikna beina fjárfestingu á markaðsvirði frekar en bókfærðu virði eins og gert er í opinberum tölum Seðlabankans.

Greining Glitnis segir í dag að með þessu sé dregin upp mun hagfelldari mynd af stöðu þjóðarbúsins en áður og Ísland sé ekki lengur skuldugasta land í heimi. T.d. fari hrein erlend staða í lok 3. ársfjórðungs 2007 frá því að vera neikvæð um 109% af vergri landsframleiðslu niður í að vera neikvæð sem nemur 27% af landsframleiðslu. 

„Þessi munur er geysilega mikilvægur, því miðað við leiðréttinguna erum við ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi heldur í áþekkri stöðu og lönd á borð við Írland, S-Kóreu og Bretland hvað varðar ytri stöðu þjóðarbúsins. Seðlabankinn hefur til skoðunar að fara að birta samhliða tölur um erlenda stöðu bæði miðað við bókfært verð og markaðsverð erlendra eigna. Þetta hljóta að teljast jákvæð tíðindi enda hafa áhyggjur af íslenska hagkerfinu undanfarið að verulegu leyti beinst að afleiðingum mikils viðskiptahalla og því hversu hratt erlend staða þjóðarbúsins hafi versnað hin síðustu ár," segir Greining Glitnis í Morgunkorni sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK