Spáir 10% verðbólgu í apríl

Greiningardeild Kaupþings spáir 1,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 10% samanborið við 8,7% verðbólgu í mars.

Bankinn segir, að  svipaðir þættir drífi áfram verðbólgu og að undanförnu: veiking krónu ásamt verðhækkun á eldsneyti og hrávörum. Þá er gert ráð fyrir að húsnæðisliðurinn haldi áfram að hækka vegna hækkandi raunvaxta nýrra íbúðalána á síðasta ári. Markaðsverð húsnæðis muni áfram hafa óveruleg áhrif á verðbólgutölur.

Greiningardeild gerir ráð fyrir að verðbólga mælist áfram há í maímælingu Hagstofunnar. Í sumar taki hins vegar að draga úr verðbólguhraðanum, þegar áhrif yfirskots krónunnar hafi gengið yfir og húsnæðisliðurinn lækkar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK