Skuldatryggingaálag banka og ríkis lækkar

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna og ríkisins hefur lækkað umtalsvert að undanförnu. Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Glitnis í dag, að álag á skuldatryggingar Kaupþings til 5 ára standi nú í 710 punktum sem er 340 punktum minna en um síðustu mánaðamót þegar álagið náði hápunkti í 1050 punktum.

Álagið á sambærilegar skuldatryggingar Glitnis hefur lækkað um 280 punkta frá því sem mest var og er nú 720 punktar og álag Landsbankans hefur lækkað um 400 punkta frá því í lok mars þegar álag á 5 ára skuldatryggingar Landsbankans náði hápunkti í 800 punktum.

Skuldatryggingaálag á skuldbindingar íslenska ríkisins til fimm ára hefur einnig lækkað mikið frá því í upphafi mánaðar. Álagið stendur nú í 260 punktum en var 410 punktar í byrjun apríl.

Glitnir segir, að mikla hækkun skuldatryggingaálags íslensku bankanna undanfarna mánuði megi líklegast rekja að verulegu leyti til þess áhlaups sem talið sé að gert hafi verið á íslenska hagkerfið af erlendum fjárfestum og vogunarsjóðum, og Fjármálaeftirlitið hafi nú til athugunar. Þannig hafi vogunarsjóðir og fjárfestar keypt skuldatryggingar íslensku bankanna og skuldatryggingar banka í löndum þar sem líkur þyki á efnahaglegum skelli í náinni framtíð í þeim tilgagni að hagnast á fjármálaóstöðugleika.

„Ólíklegt er að sú verði raunin og því má búast við að ýmsa þeirra sem keypt hafa skuldatryggingar í þessum tilgangi þrjóti örendið. (...) Í kjölfarið ætti skuldatryggingaálag bankanna að færast nær því sem raunveruleg staða þeirra gefur til kynna. Sá viðsnúningur sem nú hefur orðið bendir til þess að sú þróun sé þegar hafin," segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK