Olíuverð í hæstu hæðum

Olíuverð fer enn hækkandi
Olíuverð fer enn hækkandi AP

Verð á hráolíu hefur hækkað umtalsvert í dag og fór í fyrsta skipti yfir 120 Bandaríkjadali tunnan. Verð á hráolíu til afhendingar í júní fór í 120,21 dal tunnan í viðskiptum á markaði í New York.

Skýrist hækkunin einkum af því að olíubirgðir virðast minni heldur en áður var talið og lækkun á gengi Bandaríkjadals.

Jafnframt hafði áhrif til hækkunar sá óstöðugleiki sem ríkir í norðurhluta Íraks en þar hafa uppreisnarmenn úr hópi Kúrda átt í skærum við tyrkneska herinn. 

Um helgina sprengdu uppreisnarmenn í Nígeríu upp stöð í eigu Shell og fleiri aðila sem dregur verulega úr framleiðslugetu í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK