42 milljarðar í hagnað

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans nam 42 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 41,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hefur hagnaður því aukist um 900 milljónir króna á milli tímabila.

Samanlagðar eignir bankanna þriggja voru þann 31. mars 14.069 milljarðar króna sem er aukning um 2.715 milljarða frá áramótum er samanlagðar eignar þeirra voru 11.354 milljarðar.

Hagnaður Glitnis nam 5,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi í ár samanborið við 7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eignir Glitnis í lok mars voru 3.865 milljarðar króna en voru í árslok 2007 2.949 milljarðar króna.

Hagnaður Kaupþings var 18,7 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi í ár samanborið við 20,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Eignir Kaupþings í lok mars voru 6.368 milljarðar króna en voru 5.347 milljarðar í árslok.

Hagnaður Landsbankans nam 17,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 13,8 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Eignir Landsbankans voru 3.836 milljarðar króna í lok mars en voru 3.058 milljarðar um síðustu áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK