Krónan veikist um 1,80%

mbl.is

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,80% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Veltan er fremur mikil eða 17,1 milljarður króna. Gengi Bandaríkjadals er 76,70 krónur, evran er 119,60 krónur og pundið 150,80 krónur. Gengisvísitalan hefur hækkað úr 151,10 í 153,85 stig í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrismiðlum er ekkert eitt sem skýrir þessa miklu lækkun nú í morgunsárið.

Engin viðskipti munu eiga sér stað með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrr en klukkan 11:30 í dag vegna tæknilegra örðugleika í öllum norrænu kauphöllunum sem OMX rekur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK