Olíuverð í nýjum hæðum

Olíuskip losar olíu í olíuhreinsistöð á Jurong-eyju í Singapúr.
Olíuskip losar olíu í olíuhreinsistöð á Jurong-eyju í Singapúr. AP

Verð á hráolíu hefur hækkað um 10,75 dali tunnan í dag og komst í 138,54 dali á markaði í New York í kvöld. Þá fór verð á Brent Norðursjávarolíu einnig yfir 138 dali í fyrsta skipti. Er þetta m.a rakið til ótta fjárfesta við að í uppsiglingu séu hernaðarátök milli Ísraels og Írans.

Shaul Mofaz, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, sagði í viðtali við blaðið Yediot Aharonot, að ef Íranar haldi fast við kjarnorkuáætlun sína muni Ísraelsmenn ráðast á þá. Slík aðgerð yrði þó aðeins fær með stuðningi Bandaríkjamanna.

Fréttaskýrendur segja, að þetta sé berorðasta hótun Ísraelsmanna í garð Írana til þessa.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK