Mikil lækkun á olíuverði

Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess …
Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess hve hátt verð á eldsneyti er orðið. AP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag eftir að Bandaríska orkumálaráðið greindi frá því að olíubirgðir í landinu væru meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þykir þetta vera vísbending um að Bandaríkjamenn hafi dregið úr eldsneytisnoktun vegna verðhækkana á bensíni.

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkaði um 4,86 dali tunnan í 132,14 dali á NYMEX markaðnum í New York. Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 3,93 dali tunnan í 132,53 dali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK