Verð á hráolíu niður fyrir 114 dali tunnan

Talið er að versnandi efnahagsástand muni draga úr eldsneytisnotkun
Talið er að versnandi efnahagsástand muni draga úr eldsneytisnotkun FRANK FRANKLIN II

Verð á hráolíu fór niður fyrir 114 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun. Skýrist lækkunin einkum af vangaveltum fjárfesta um að minni hagvöxtur í helstu iðnríkjum heims muni þýða minni eftirspurn eftir olíu. Eins hafði styrking Bandaríkjadals áhrif til lækkunar olíuverðs.

Verð á hráolíu til afhendingar í september lækkaði um 1,54 dali tunnan í í 113,47 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun. Í gærkvöldi lækkaði verð á hráolíu um 99 sent í 115,01 dal tunnan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK