Frost kaupir Rafkælingu

Kælismiðjan Frost ehf. hefur keypt allt hlutafé í Rafkælingu ehf. Kaupin eru háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og kaupverðið trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda.

Í fréttatilkynningu segir að Rafkæling hafi verið stofnað þann 1. Október 2001 með kaupum á þjónustudeild Emmess-ís hf. Fyrirtækið starfi að rafmagns-, frysti- og kælimálum fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili.

Einnig kemur fram að Kælismiðjan Frost hafi byggt upp og þjónað kælikerfum fyrir útgerðar- og matvælavinnslufyrirtæki á Íslandi frá árinu 1993. Fyrirtækið hafi hannað, sett upp og þjónustað kælikerfi í frystihúsum landsins, frystigeymslur, ísverksmiðjur, svo og kælikerfi um borð í fiskiskipum.

"Með kaupum á Rafkælingu ehf. getum við boðið viðskiptavinum okkar fjölbreyttari þjónustu. Rafkæling ehf. hefur getið af sér gott orðspor hjá viðskiptavinum sínum og falla kaupin því vel við þá stefnu að veita ávallt bestu þjónustu til viðskiptavina okkar." er haft eftir Gunnari Larsen , framkvæmdarstjóra Kælismiðjunnar Frost í fréttatilkynningu.

Fyrirtækjaráðgjöf Reykjavík Capital hf. annaðist milligöngu um kaupin og ráðgjöf til seljenda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK