Hráolía hækkar í verði

mbl.is/statoil

Verð á hráolíu hefur hækkað um 1,44 dali tunnan í morgun og er 117,03 dalir í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Er það ótti við afleiðingar hitabeltisstormsins Gustavs sem veldur hækkuninni en stormurinn er á leið yfir Mexíkóflóa þar sem mikil olíuframleiðsla fer fram. Í gærkvöldi lækkaði verð á hráolíu um 2,56 dali í New York og var lokaverð hennar 115,59 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK