Afar fátt sem styður við krónuna

Greiningardeild Kaupþings segir, að afar fátt styðji við krónuna í augnablikinu. Á meðan óvissa ríki um afleiðingar nýjustu aðgerða bandaríska seðlabankans megi ætla að stöðutaka í krónunni muni minnka. Ljóst sé að mikil áhættufælni á erlendum mörkuðum hafi komið sér illa fyrir hávaxtamyntir líkt og íslensku krónuna.

Þá hefur erfitt aðgengi viðskiptabankanna að erlendu lausafé komið mjög sterkt fram á gjaldmiðlaskiptamarkaði þar sem ekki séu lengur krónuvextir í boði nema að litlu leyti. Þetta endurspegli svipaða þróun og á mörgum öðrum gjaldeyrismörkuðum þar sem skortur á dollurum og evrum hefur verið mikill og álag hækkað mikið.

Gengi krónunnar lækkaði um 3,1% í dag. Hefur gengisvísitalan aldrei verið hærri og stendur í 181,5 stigum.  Krónan hefur  veikst á þrettán af sautján viðskiptadögum mánaðarins og nemur veikingin um 14% það sem af er september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK