Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár

Stóriðja mun meðal annars vega upp á móti minnkandi einkaneyslu
Stóriðja mun meðal annars vega upp á móti minnkandi einkaneyslu mbl.is/Þorkell

Hagvöxtur verður nálægt 1% í ár og næstu tvö ár samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Landsbankans. Bætt utanríkisviðskipti og fjárfesting í stóriðju vega upp samdrátt í einkaneyslu og í almennri atvinnuvegafjárfestingu.

Á árunum 2011-2012 verður hagsvöxtur yfir 4%, enda fara þá saman stóraukinn útflutningur, fjárfesting og hóflegur vöxtur einkaneyslu. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að krónan styrkist töluvert frá nýverandi gildi en haldist þó áfram frekar veik út spátímabilið, 2008-2012.

Verðbólga verður tæplega 5% frá upphafi til loka næsta árs, að því er fram kemur í hagspá greiningardeildar Landsbankans sem kynnt var á morgunfundi á Nordica Hilton í dag.

Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman um 12% . Hluti af 20% neysluaukningu síðustu fjögurra ára gengur því til baka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK