Ólafur Ísleifsson: Setja á stjórn Seðlabankans af

Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson

Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að ef rétt er haft eftir efnahagsmálaráðgjafa forsætisráðherra, Tryggva Þór Herbertssyni, að stjórnvöld hér sækist ekki eftir aðgengi að lánalínum hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, hafa þau skilið krónuna eftir munaðarlausa á víðavangi.

Þetta valdi því að krónan falli eins og steinn með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.

Sé þetta stefna Seðlabankans, beri ríkisstjórninni umsvifalaust að setja stjórn bankans af og gefa yfirlýsingu um að þetta sé ekki hennar stefna.

Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsmálaráðgjafi forsætisráðherra, segir í Fréttablaðinu í dag að lánalínur á borð við þær sem seðlabankar Norðurlandanna sömdu um við Seðlabanka Bandaríkjanna séu óþarfar hér. Engar upplýsingar hafa fengist frá seðlabönkum Bandríkjanna og Norðurlandanna um aðdraganda samninganna, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK