Lokað fyrir viðskipti með bankana

Brynjar Gauti

Lokað hefur verið fyrir viðskipti með Exista hf., Glitni banka hf., Kaupþing banka hf., Landsbanka Íslands hf., Straum Burðarás Fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis hf. í Kauphöll Íslands. Áður hafði verið tilkynnt um að fyrirtækin sem nú hefur verið lokað fyrir viðskipti með hafi verið sett á athugunarlista vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta. Hlutabréf Kaupþings hafa lækkað um 7,33% í Kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun en eins og hér kemur fram að ofan er lokað fyrir viðskipti með bankann í Kauphöll Íslands.

Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að ákvörðun um að loka fyrir viðskipti með félögin er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta á meðan beðið er eftir tilkynningu.

 Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,56% frá því viðskipti hófust klukkan tíu í morgun. Century Aluminum hefur lækkað um 10,62%, Færeyjabanki um 5,45% og Marel um 2,95%. Ekkert félag hefur hækkað í verði í morgun.

Í Ósló nemur lækkun vísitölunnar 9,18%, Kaupmannahöfn 6,73%, Stokkhólmur 6,28% og Helsinki 5,76%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 6,67%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka