Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur sveiflast gríðarlega í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 175 stigum en fór hæst í 260 stig fyrr í dag. Það þýðir að gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert en líkt og starfsmenn í gjaldeyrisviðskiptum segja þá er ómögulegt að gefa út einhverjar ákveðnar tölur þar sem nánast engin viðskipti eru á millibankamarkaði og sveiflurnar því mun meiri en ella væri.

Samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, sem er skráð klukkan 10:45 á degi hverjum, er gengi Bandaríkjadals 126,8 krónur. Hins vegar ef farið er á vef Glitnis þá er gengi Bandaríkjadals nú skráð á um 97 krónur. Samkvæmt Seðlabankanum er gengi pundsins 221,34 krónur en samkvæmt Glitni er það 167 krónur. Evran er samkvæmt Seðlabankanum 172,64 krónur en samkvæmt Glitni 131 króna. Ef hins vegar er farið á vef Seðlabanka Evrópu er evran 265 krónur. Opinbert gengi dönsku krónunnar er 23,13 krónur en samkvæmt Glitni er það 18 krónur. 

Þar sem hlutirnir breytast hratt í dag, líkt og undanfarna daga, getur gengisvísitalan verið allt önnur eftir nokkrar mínútur en hún er þegar þetta er skrifað. Opinbert gengi Seðlabanka Íslands er eins og áður sagði skráð klukkan 10:45 og gildir í sólarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK