Bankaáhlaup af hálfu bresku sveitarfélaganna?

Lögregluyfirvöld í London áttu umtalsverða fjármuni inn á bankareikningi íslensks …
Lögregluyfirvöld í London áttu umtalsverða fjármuni inn á bankareikningi íslensks banka Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sveitarfélög á Bretlandi eru afar ósátt við viðbrögð breskra stjórnvalda og þá sérstaklega Alistair Darling fjármálaráðherra, við óskum þeirra um að innlán þeirra sem eru í uppnámi vegna þrots íslensku bankanna á Bretlandi njóti sömu verndar og hjá innláneigendum í röðum einstaklinga. Bresk yfirvöld hafa heitið þeim fullum bótum.

 Darling hét því á neyðarfundi í gær með fulltrúum sveitarfélaganna að reynt yrði að skoða sérstaklega mál þeirra sveitarfélaga sem talin eru tapa mestum fjármunum á þroti bankanna en var ófáanlegur að heita öllum sveitafélögunum fullum bótum.

Samband breskra sveitarfélaga hefur gefið upp að rúmlega 108 sveitarfélög hafi átt um 800 milljónir punda, um 150 milljarða kr., og þar af var Kent með hæstu fjárhæðina eða 50 milljónir punda.

Vefsíða The Times greinir síðan frá því að ýmsar stofnanir tengdar sveitarfélögunum hafi einnig átt umtalsverða fjármuni á reikningum hjá bönkunum, t.d. hafi ýmis lögregluumdæmi átt um 100 miljónir punda  og Lundúnalögreglan um 30 milljónir punda.

Eftir fund sveitarfélaganna með fjármálaráðherra hefur vitnast að nokkur sveitarfélög íhuga að draga ýmsan sérsparnað af reikningum í bönkum og flytja yfir í öruggari ríkispappíra.

 Í The Times er sagt að taki tugur sveitarfélaga eða fleiri sig saman um slíkar samræmdar aðgerðir geti það komið fram sem áhlaup á bresku bankana sem eru afar veikir fyrir og afleiðingarnar því orðið alvarlegar. Tvö öflug bæjarfélög innan stór-Lundúnasvæðisins, Westminster and Kensington og Chelsea hafa sagst vera að íhuga aðgerðir af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK