Kína gagnrýnir agaleysi

Kínverski aðstoðarseðlabankastjórinn gagnrýndi agaleysi þróaðra ríkja í fjármálastefnu.
Kínverski aðstoðarseðlabankastjórinn gagnrýndi agaleysi þróaðra ríkja í fjármálastefnu. Reuters

Aðstoðarseðlabankastjóri Kína gagnrýndi ríkar þjóðir heims fyrir þann fjármálavanda sem nú ríður yfir heiminn allan og hvatti hann þær til að axla ábyrgð á því verkefni að hindra frekari skaða.

Yi Gang hvatti einnig Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF) til að auka eftirlit sitt með þróuðum löndum en hann sagði að þau hefðu lítinn sjálfsaga í fjármálastefnum.

Yi sagði á fundi IMF í Washington að stærri löndin með sterka gjaldmiðla ættu að axla ábyrgðina og draga úr skakkaföllum annarra landa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK