Strauss-Kahn misbeitti ekki valdi

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Innri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir ekki til þess að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðins, hafi misfarið með vald sitt í fjölskylduvinar, sem ráðinn var tímabundið til sjóðsins.

Önnur rannsókn stendur yfir á því hvort Strauss-Kahn hafi misbeitt valdi sínu í þágu fyrrum ástkonu sinnar, sem einnig starfaði hjá sjóðnum. Sú hætti störfum í sumar og vaknaði grunur um að framkvæmdastjórinn hefði beitt sér fyrir því að hún fengi ríflegan starfslokasamning.

William Murray, talsmaður sjóðsins, segir að rannsókn sjóðsins hafi ekki leitt í ljós að fjölskylduvinurinn, Emilie Byhed, hafi notið ívilnunar.  Byhed, sem er 27 ára, starfaði fyrir Strauss-Kahn þegar hann bauð sig fram í embtti forseta Frakklands, og fékk síðan tímabundinn starfsþjálfunarsamning hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK