Hlutabréf Carnegie hrynja

Verð á hlutabréfum sænska fjárfestingarbankans hafa lækkað um 62% í kauphöllinni í Stokkhólmi í dag en tilkynnt var í morgun að sænski seðlabankinn hefði lánað fyrirtækinu 1 milljarð evra vegna slæmrar lausafjárstöðu Carnegie.

Bæði sænski seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafa farið yfir stöðu Carnegie og komist að þeirri niðurstöðu, að rekstur bankans sé traustur en hann eigi við tímabundið lausafjárvandamál að etja.    

Sænskir fjölmiðlar hafa hins vegar eftir sérfræðingum að enginn viti í raun um hver staða bankans sé.

Sænska fyrirtækið Moderna Finance, dótturfélag íslenska fjárfestingarfélagsins Milestone, á 9% hlut í Carnegie.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK