Dregur úr tapi deCODE

Hús Íslenskrar erfðagreiningar.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Jim Smart

Tap deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 17,9 milljónum dala á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 24,2 milljónir dala á sama tímabili á síðasta ári. Fyrstu níu mánuði ársins nemur tap félagsins 62,9 milljónum dala, jafnvirði 8,1 milljarðs króna á núverandi gengi Seðlabankans en var 63,1 milljón dala á fyrri hluta síðasta árs.

Tap á reglulegri starfsemi nam 11,3 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi samanborið við 22,2 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Tap fyrstu níu mánuði ársins nemur 44,4 milljónum dala en var 65,7 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. 

Tekjur á ársfjórðungnum námu 12 milljónum dala samanborið við 10,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi síðasta árs. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu tekjur félagsins 42 milljónum dala samanborið við 27,1 milljón í fyrra.  

Handbært fé nam 35,5 milljónum dala í lok september samanborið við 49,4 milljónir dala um mitt árið og 94,1 milljón dala um síðustu áramót. 

Fram kemur í tilkynningu deCODE, sem birt var eftir lok kauphallarinnar á Wall Street, að fjármálakreppan á Íslandi hafi ekki haft skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækisins enda séu föst útgjöld, svo sem launagreiðslur, að mestu í íslenskum krónum og tekjur í dölum og gengi íslensku krónunnar hafi fallið mikið gagnvart dal. Fylgst verði náið með þróun mála á næstunni.

Tilkynning deCODE

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK