Tíu milljarða mistök

Reuters

Þýski bankinn Deutsche Bank AG hefur höfðað mál gegn bandaríska bankanum Lehman Brothers til að endurheimta 72,5 milljóna dala greiðslu, jafnvirði nærri 10 milljarða króna, sem var millifærð til bandaríska bankans fyrir mistök eftir að hann var lýstur gjaldþrota.

Í málsskjölum kemur fram, að Deutsche Bank biðji dómstólinn í New York um að leiðrétta þessi einföldu en umfangsmiklu mistök. Segir í stefnunni að þýski bankinn hafi ætlað að millifæra féð til annars aðila en þess í stað fyrir mistök millifært það til Lehman Brothers Holdings Inc. 

Lögmenn Deutsche Bank segja, að aldrei hafi staðið til að féð færi til Lehman en bandaríski bankinn hafi neitað að endurgreiða það vegna þess að þýski bankinn skuldi einu af dótturfélögum Lehman um 290 milljónir dala. 

Lehman Brothers neyddist til að óska eftir gjaldþrotameðferð 15. september og við það dýpkaði alþjóðlega fjármálakreppan verulega. Um var að ræða stærsta gjaldþrot í bandarískri sögu en eignir bankans voru 639 milljarðar dala og skuldir 613 milljarðar.

Lehman hefur nú selt fjárfestingarbankastarfsemi sína í Norður-Ameríku og höfuðstöðvar sínar á Manhattan til  Barclays Capital. Þá hefur Lehman selt ýmsar fleiri eignir víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK