Þurfa að taka lán til að lána Íslandi

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Finnsk stjórnvöld þurfa að taka lán til þess að styðja við bakið á Íslendingum. Þetta kemur fram í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat í dag. Þar er haft eftir Martti  Hetemäki, aðstoðarfjármálaráðherra, að lánsfjárhæðin sem Finnar veita Íslendingum verði væntanlega lægri en sú sem hin norrænu ríkin veiti.

Segir í fréttinni að Finnar láni Íslendingum á grundvelli norrænnar samvinnu en að landið verði að taka lán á alþjóðlegum fjármálamarkaði til þess að geta veitt Íslendingum aðstoð sem er hluti af alþjóðlegum hjálparpakka undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til handa Íslendingum.

Ísland fær hvergi lán á fjármálamarkaði

Samanlagður hlutur norrænu ríkjanna, Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur sé um 2,5 milljarður Bandaríkjadala. Ekki liggi fyrir ákvörðun um hve stór hlutur þeirrar fjárhæðar komi frá Finnlandi né heldur á hvaða vöxtum lánið verður. Hins vegar sé ljóst að finnsk stjórnvöld muni krefja Íslendinga um hærri vexti en þá sem Finnar fá á sínu láni. Segir í fréttinni að niðurstaðan um hve háa fjárhæð sé að ræða liggi fyrir í síðasta lagi í febrúar.

Hetemäki segir í viðtalinu að hann sé sannfærður um að Íslendingar komi sér út úr erfiðri stöðu og geti endurgreitt lánið. Hins vegar sé áhætta fylgjandi lánveitingu.

„Íslenska ríkið fær hvergi lán á markaðnum og skiptir vaxtaprósentan þar engu. Þetta er það sem skilur að þau vandamál sem Finnland glímdi við í byrjun tíunda áratugarins," segir Hetemäki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK