Ríkisskuldabréfamarkaður opnast

„Það er engin formleg viðskiptavakt með ríkisskuldabréf eins og er og með þessu er verið að virkja markaðinn að nýju,“ segir Björgvin Sighvatsson hjá alþjóða- og markaðssviði Seðlabankans. Fjármálaráðherra hefur falið Seðlabankanum að gera samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Fyrirhugað er að Seðlabankinn geri samninga við lágmark 5 aðila sem verða svokallaðir aðalmiðlarar.

Aðalmiðlarar hafa einir heimild til þess að leggja fram tilboð í útboðum Seðlabankans þar sem ríkisverðbréf eru boðin til kaups eða sölu. Einnig fá þeir aðgang að verðbréfalánum ríkisverðbréfa sem Seðlabankinn býður upp á fyrir hönd ríkissjóðs. Aðalmiðlarar annast viðskiptavakt á markflokkum ríkisverðbréfa í OMX, Norrænu kauphöllinni á Íslandi.

Að sögn Björgvins verða heimildir til skortstöðutöku í ríkisskuldabréfum þrengdar verulega eftir að markaðurinn verður opnaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK