Lakóta þjóðin stofnar banka

Mynd af Lakóta silfurmyntinni.
Mynd af Lakóta silfurmyntinni.

Stofnaður hefur verið banki á verndarsvæði Lakóta indíána í Bandaríkjunum, sem gefur út gull- og silfurpeninga í mynt sem kallast Lakota. Tímabundið verður hægt er að skipta bandarískum dollurum fyrir Lakota, en þegar fram líða stundir verður aðeins hægt að leggja inn og taka út Lakota í bankanum.

Talsmenn bankans segja að ekki sé lengur hægt að treysta pappírspeningum, sem flestar þjóðir nota nú, því virði þeirra byggist á heimild ríkisins til að taka með valdi verðmæti af þegnunum. Gull og silfur hafi hins vegar innbyggt verðmæti, sem hægt sé að treysta. Því sé Lakota myntin siðlegri og öruggari en bandaríski dollarinn.

þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilraun til útgáfu gull- og silfurmyntar hefur verið gerð í Bandaríkjunum. Frelsisdollarinn var um tíma gefinn út þar í landi, en útgáfu hans var hætt eftir afskipti alríkisins, sem telur sig hafa einkarétt á útgáfu myntar í landinu. Lagaleg staða verndarsvæða og indíánaþjóða í Bandaríkjunum er hins vegar sérstök og gæti alríkinu reynst erfiðara að koma í veg fyrir starfsemi Lakótabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK