Englandsbanki lækkar stýrivexti

Englandsbanki lækkaði stýrivextina og þeir hafa ekki verið lægri í …
Englandsbanki lækkaði stýrivextina og þeir hafa ekki verið lægri í hálfa öld. Reuters

Englandsbanki tilkynnti rétt í þessu að hann hefði lækkað stýrivexti úr 3% í 2%. Er lækkunin í samræmi við spár sérfræðinga á markaði en um er að ræða lægstu stýrivexti í meira en hálfa öld.

Margir sérfræðingar á markaði hafa fagnað lækkuninni og á hún að vera til þess fallin að örva breskt efnahagslíf, að því er fram kemur á vef BBC.

Hetal Mehta, hjá Ernst & Young Item Club, segir að lækkunin sé „rétt meðal á réttum tíma.“

Englandsbanki sagði að það væri lífsnauðsynlegt að bankar skiluðu lækkuninni til fyrirtækja og annarra viðskiptavina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK