Eignir og skuldir bankanna endurmetnar

Fjármálaeftirlitið hefur gert samning við óháðan, alþjóðlegan matsaðila um gagngert endurmat á eignum og skuldum nýju bankanna. Endurmatinu skal lokið í lok janúar 2009. FME hefur ráðið alþjóðlega fjármálráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman til þess að hafa umsjón með og annast þetta endurmat.

Aðferðunum, sem notaðar verða við matið, er ætlað að endurspegla þau verðmæti sem til langs tíma litið felast í eignum nýju bankanna, en ekki það verð sem fyrir þær fengist við þvingaða sölu við erfiðar markaðsaðstæður. Lánardrottnum bankanna verður gefinn kostur á að kynna sér áformaðar matsaðferðir og koma með ábendingar varðandi þær meðan þær eru enn á mótunarstigi. Aðferðirnar verða fullmótaðar í desember 2008.  FME hefur einnig samið við Oliver Wyman um að gera samskonar mat á gömlu bönkunum. Tilgangur þessa mats er aðeins að setja viðmiðunarramma fyrir starf skilanefndanna fyrir kröfuhafa, að því er segir á vef FME.

Ríkisendurskoðun mun ráða alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki til þess að aðstoða stjórnendur nýju bankanna þriggja við gerð fjárhagsreikninga fyrir þá í samræmi við alþjóðlega reikiningsskilastaðla.

Nýtt hlutafé væntanlega 385 milljarðar

„Þegar endurskoðaðir stofnefnahagsreikningar fyrir nýju bankana hafa verið staðfestir er ríkisstjórnin reiðubúin til þess að leggja þeim til eigið fé þannig að eiginfjárhlutfall (CAD) þeirra verði a.m.k. 10%. Heildarfjárhæð nýs hlutafjár handa nýju bönkunum þremur er talin munu nema 385 milljörðum króna á grundvelli stofnefnahagsreikninga sem ákveðnir voru til bráðabirgða við stofnun þeirra. Hlutaféð verður reitt af hendi fyrir lok febrúar 2009 í formi markaðshæfra ríkisskuldabréfa sem gefin eru út á markaðskjörum," að því er segir á vef FME.

Sjá nánar á vef FME

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK