Vill samráð um að draga úr olíuframleiðslu

Abdalla Salem El-Badr, framkvæmdastjóri OPEC samtakanna, við komuna til Oran …
Abdalla Salem El-Badr, framkvæmdastjóri OPEC samtakanna, við komuna til Oran í Alsír í morgun Reuters

Verð á hráolíu hækkaði um rúma tvo dali tunnan í morgun eftir að Abdalla Salem El-Badr, framkvæmdastjóri OPEC samtakanna, kallaði eftir víðtæku samráði meðal olíuframleiðsluríkjanna um að draga úr framleiðslu. Aðspurður segist hann ætlað að leggja til að OPEC ríkin sammælist um að draga úr framleiðslu á fundi samtakanna í Alsír á miðvikudag.

Strax eftir að ummæli hans birtust í fjölmiðlum í dag hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í janúar um 2,56 dali tunnan í 48,84 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York.

Í Lundúnum hækkaði tunnan á Brent Norðursjávarolíu um 2,33 dali í 48,74 dali. 

El-Badri segir að offramboð sé af hráolíu í heiminum í dag og birgðasöfnun mikil. Þessar olíubirgðir þurfi að setja á markað og ástandið því erfitt. Því geti OPEC ríkin ekki skorast undan því að taka ákvörðun um að minnka framleiðslu umtalsvert. Alls eru um 40% af allri hráolíu framleiddar í ríkjum OPEC ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK