Stofnandi Parmalat dæmdur

Calisto Tanzi.
Calisto Tanzi. AP

Ítalskar fréttastofur segja, að Calisto Tanzi, stofnandi ítölsku mjólkurvinnslunnar Parmalat, hafi verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir bókhaldsbrot og önnur brot, sem tengjast gjaldþroti Parmalat árið 2003.

Gjaldþrot Parmalat er enn það stærsta, sem orðið hefur í Evrópu og í kjölfarið kom í ljóst að langt var frá að allt hefði verið með felldu í rekstrinum. Mörg mál eru í ítalska dómskerfinu vegna gjaldþrotsins og er Tanzi sá fyrsti, sem hlýtur dóm. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK