Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér

Fortis bankinn í Brussel.
Fortis bankinn í Brussel. YVES HERMAN

Dómsmálaráðherra Belgíu, Jo Vandeurzen, hefur sagt af sér vegna ásakana í belgískum fjölmiðlum um að ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi innan dómskerfisins í tengslum við málefni Fortis bankans.

Yfirvöld í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg náðu samkomulagi um kaup á 49% hlut í Fortis-bankanum í byrjun októbermánaðar, en bankinn var meðal stærstu fyrirtækja heims. Ákvæðu ríkisstjórnir landanna þriggja að leggja til 11,2 milljarða evra í bankann. Fortis lenti í vanda sem meðal annars var rakinn til hinna svokölluðu undirmálslána í Bandaríkjunum.

Í frétt AP-fréttastofunnar segir að belgískur dómari hafi greint frá því að það væru sterkar vísbendingar um það, að skrifstofa forsætisráðherra belgíu, Yves Leterme, hafi reynt að hafa áhrif á dómarann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK