Nýtti sér kauprétt

Finnur Ingólfsson,
Finnur Ingólfsson,

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag keypti FS7, félag í eigu Finns Ingólfssonar, fjórðung í Langflugi í desember 2007. Langflug hafði mánuði áður keypt 32% hlut í Icelandair. Keypti FS7 hlutinn á einn milljarð, en tók á sig um leið ábyrgð á fjórðungi skulda Langflugs, eins og Finnur benti sjálfur á í Morgunblaðinu á föstudag.

Þann 21. febrúar var samþykkt að veita FS7 kauprétt að tveimur milljörðum í Langflugi að nafnvirði, en hlutafé Langflugs var þá fjórir milljarðar.

Í ágúst 2007 skipti Finnur á bréfum sínum í Langflugi og 7,9% hlut í Icelandair. Þá keypti Finnur bréf af öðrum hluthöfum í Icelandair, þ. á m. AB 57, félagi í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Samtals safnaði Finnur saman 15,5% í Icelandair, sem hann seldi á genginu 32 og keypti Máttur bróðurpartinn af þessum bréfum. Hagnaður FS7 af sölu sinna 7,9% í Icelandair var um 400 milljónir.

Að þessum viðskiptum loknum nýtti FS7 sér kaupréttinn að tveimur milljörðum í Langflugi og greiddi fyrir það tvo milljarða króna. Eftir þau viðskipti ræður FS7 yfir tveimur þriðju hlutum í Langflugi á móti einum þriðja hluta Giftar. Hlutur Langflugs í Icelandair er 23,8% og óbeinn eignarhlutur FS7 því um 15,9%.

Viðskiptin voru gagnrýnd af stjórnarmönnum í Gift og sagði einn þeirra að aðstaða Giftar til að fá gott verð fyrir sinn hlut væri verri en áður. Markmiðið með kaupréttarsamningnum við FS7 hefði verið að minnka hlut Giftar í Langflugi, en ekki að skapa kauprétt á lágu verði til að endurselja á hærra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK