Seðlabanki Kína lækkar vexti

Miðlari í kauphöllinni í Sjanghæ.
Miðlari í kauphöllinni í Sjanghæ. STRINGER SHANGHAI

Seðlabanki Kína lækkaði stýrivexti sína um 0, 27 prósentustig í dag í 5,31%. Þetta er fimmta vaxtalækkun bankans á þremur mánuðum. Ástaðan er rakin til aukinna erfiðleika í þessu fjórða stærsta hagkerfi heimsins, mest vegna samdráttar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan.

Útflutningur frá Kína dróst saman í síðasta mánuði í fyrsta skipti í sjö ár. Innflutningur dróst einnig saman sem og framleiðsla í landinu, að því er segir í frétt Bloomberg-fréttastofunnar. Er haft eftir Li Wei, hagfræðingi hjá Standard Chartered bankanum í Sjanghæ, að líklegt sé að kínverski seðlabankinn muni lækka stýrivextina enn frekar, þangað til efnahagslífið hefur tekið við sér á ný. Ekki sé líklegt að útlán bankanerfisins í Kína muni aukast vegna þessa, en stjórnvöld verði að sýna að þau séu að bregðast við vandanum í efnahagslífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK