Úrvalsvísitalan lækkaði

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,37% í dag og endaði í 995,89 stigum. Áður hafði vísitalan verið núllstillt í þúsund stigum og hefur lækkað um 0,41% frá ársbyrjun.

Velta með hlutabréf var 151,1 milljón króna og velta með skuldabréf var sem fyrr umtalsvert meiri, eða rúmlega 3,7 milljarðar króna. Mest voru viðskipti með bréf í Marel eða 117 milljónir króna og hækkaði gengi félagsins um 0,9% í viðskiptunum. Bakkavör lækkaði mest, eða um 2,38% í viðskiptum sem námu aðeins 2,48 milljónum króna. Össur lækkaði um 1,8% og Straumur um 0,54%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK