Olían í 10 dali?

Frá olíumarkaði í New York.
Frá olíumarkaði í New York. Reuters

Bandarískur sérfræðingur segir, að hugsanlegt sé að verð á olíutunnu farið niður í um 10 dali áður en árið er liðið. Verðið komst hæst í 147 dali í júlí í sumar en nú er það komið í um 36 dali og margir sérfræðingar hafa spáð 25 dala olíuverði á árinu.

Hagfræðingurinn Richard Yamarone, sem skrifar undir nafninu Nostradamus í fréttabréfi Argus Research, segir að alls ekki sé ólíklegt að olíuverðið falli. 

„Við lifum á afar órólegum tímum. Við sjáum að bæði ríkisstjórnir og markaðir bregðast við með öfgakenndum hætti. Ég yrði ekki hissa þótt við sæjum olíuverð í kringum 10 dali á árinu," skrifar hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK