Vilja lesa tölvupóst starfsmanna

Höfuðstöðvar Nokia í Finnlandi
Höfuðstöðvar Nokia í Finnlandi Reuters

Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat segir farsímarisann Nokia hafa hótað að flytja höfuðstöðvar sínar og verksmiðjur frá Finnlandi ef finnska löggjafarþingið samþykkir ekki löggjöf sem heimilar fyrirtækjum að skoða tölvupóst starfsmanna. Þessu hafnar fyrirtækið.

Talskona Nokia, Arja Suominen, sagði í samtali við STT fréttaveituna að Nokia „hefði ekki á neinn hátt hótað því að flytja.“ Hún sagði jafnframt að frétt finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat um málið væri full af rangfærslum og byggð á misskilningi.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, hefur einnig hafnað því að fyrirtækið hafi þrýst á þingmenn að breyta löggjöfinni, en Nokia telur að rafræn vöktun tölvupósts sé mikilvægt úrræði til að sporna gegn iðnaðarnjósnum. Helsingin Sanomat hefur eftir embættismanni að Nokia hefði barist hart fyrir því að löggjöf í þá veru yrði samþykkt og ef það yrði ekki gert myndi fyrirtækið neyðast til þess að yfirgefa Finnland.

16.000 manns starfa hjá Nokia í Finnlandi og fyrirtækið greiðir árlega 1,3 milljarða evra í skatta og önnur opinber gjöld. Finnsk löggjöf í núverandi mynd bannar fyrirtækjum að lesa tölvupóst starfsmanna án samþykkis þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK