Vilja halda í fríðindin

Sérfræðingar segja að margir forstjórar í Bandaríkjunum eigi erfitt með að gefa bónusgreiðslur og önnur fríðindi upp á bátinn þrátt fyrir núverandi efnahagsástand. Ástæðan sé sú að þeim finnist að þeir eigi þetta allt skilið.

Barack Obama Bandaríkjaforseti vandaði forstjórum á Wall Street ekki kveðjurnar þegar það kom í ljós að þeir höfðu fengið greiddar sem samsvarar 18 milljörðum dala í bónusgreiðslur í ár. „Skammist ykkar,“ sagði Obama, enda hefur atvinnuleysi aukist mjög auk þess sem margir eiga erfitt með að ná endum saman í núverandi árferði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK