Landsbankinn gengur að veðum Baugs

hag / Haraldur Guðjónsson

Landsbanki Íslands hf.  hefur gengið að veðum í BG Holding, dótturfélagi Baugs Group, og er það gert í beinu framhaldi af beiðni um greiðslustöðvun BG Holding, sem send var enskum dómstóli í gær. þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skilanefnd Landsbankans.

Landsbanki Íslands er ekki orðinn beinn eigandi bréfanna heldur er með þessu tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa fjárfestingunum án samráðs við bankann, að því er segir í tilkynningunni. Þau veð sem um ræðir eru eignarhlutir BG Holding ehf. í eftirfarandi fyrirtækjum:

  • Matvöruversluninni Iceland Foods Group (13,73% hlutur)
  • Highland Group Holdings Limited sem rekur verslunarmiðstöðvar undir heitinu House of Fraser (34,9% hlutur)
  • Aurum Group sem rekur verslanir undir merkjum Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland (37,75% hlutur)
  • Corporal Ltd sem á leikfangaverslanir Hamleys (63,7%)


Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. telur einnig mikilvægt að eftirtalin atriði komi fram:

Ekkert fyrirtæki á Bretlandseyjum hefur farið í greiðslustöðvun vegna aðgerða Landsbankans gagnvart BG Holding ehf. og þar að auki hafa aðgerðirnar ekki nein áhrif á lagastöðu eða starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru í eigu BG Holding ehf.

Landsbanki Íslands tók ákvörðun um að sækjast eftir greiðslustöðvun BG Holding ehf. í Englandi til þess að tryggja að bankinn hefði góða og örugga stjórn á greiðslustöðvunarferlinu.  Með þessu nær bankinn að vernda þær bresku eignir sem eru í eigu BG Holding ehf, dótturfélagi Baugs Group hf.

Meirihluti hlutafjáreigna BG Holding ehf. er í breskum fyrirtækjum sem reka verslanir undir mjög þekktum vörumerkjum. Landsbanki Íslands er sannfærður um að með aðgerðum sínum nær bankinn að slá skjaldborg um þessa eignarhluti og auka langtímaverðmæti eigna bankans, sem mun koma öllum kröfuhöfum bankans til góða.

Landsbanki Íslands lítur einnig svo á að með þessu sé bankinn að sýna í verki stuðning sinn við stjórnunarteymin í Iceland Foods, House of Fraser, Aurum og Hamleys.

Það er einnig vert að leggja áherslu á að með aðgerðum sínum hefur Landsbanki Íslands stigið skref í átt til stöðugleika fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir. Það er von bankans að stjórnendur fyrirtækjanna geti nú algjörlega einbeitt sér áfram að farsælum rekstri.

Það er skýr fyrirætlun skilanefndar Landsbanka Íslands  að selja engar eignir á undirverði og skilanefndin telur að það beri að líta á fjárfestingar BG Holding ehf. sem langtímaeignir sem munu skila auknu verðmæti til kröfuhafa bankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK